mánudagur, maí 02, 2005

skóli smóli

Ég er alveg að klára skólann... próf á morgun og svo 12.maí.... þá er þessu lokið í bili.
Sit núna og bíð eftir að kaffikannan sé búin að hella á svo ég sofni ekki algerlega ofan í bókina. Enska er ágæt en "kræst" er ekki hægt að hafa smá fjör í þessu skólaefni. Ég hefði auðvitað átt að læra eitthvað um helgina en nennti því ekki. Enda nóg annað að gera.
Fór í sextugafmælið á föstudag og frændi svona líka lukkulegur með húfuna sem ég prjónaði... hélt meira að segja að ég væri að prjóna og selja! Nei það vantar nú allt viðskiptavit á þeim slóðum. (prjónaslóðum)
Á laugardaginn fórum við í RETRO í Smáranum,
Vááááááááá, ég hélt að auðmingja karlinn minn mundi deyja: "ein peysa á 11.000 kr" "þetta er rán !" "Ég hef verið hafður að fífli" "þetta er að láta taka sig í rassgatið" voru setningar sem glumdu á okkur stelpunum. En sjáið til það var hann sem bauð okkur þangað til að kaupa föt...... ég reyndi að segja honum hvað stæði á verðmiðum í þessari verslun áður en við fórum af stað..... hann hefur sennilega ekki trúað mér!
Á sunnudag var svo 2ja ára afmæli hjá Þrúði Sóley litlu frænku, hún er algjör dúlla, fékk rennibraut í afmælisgjöf og vildi bara vera úti að renna, attur, attur og attur.
Best að fara að læra núna svo ég get farið að snúa mér að vinnunni. (hættir þá kannski að hringja síminn) Yndislegar kellur sem hringja og biðja um kynningu, það þyrfti eiginlega að fjöldaframleiða þær!