miðvikudagur, október 05, 2005

Lost

Ég fór á Hverfisgötuna í morgun, allt í lagi með það.... ætlaði svo á BSÍ, en það gekk nú ekki vel fyrir sig. Næstum allar leiðir lokaðar vegna framkvæmda, hafðist þó fyrir rest. En vandinn hófst svo þegar ég ætlaði heim, ég fór mína venjulegu leið fram hjá Lansa, en halló! vegurinn tók allt í einu hlikk á sig og fór undir brú svo ég endaði við Reykjavíkurflugvöll! Hvað er í gangi ? Ég hef að vísu ekki farið þarna um í sumar en váááá, ÉG var LOST í borginni. Held ég haldi mig bara í þorpinu mínu á næstunni.... Það eru nebblega framkvæmdir frá Rauðavatni að Þrengslum, best að vera bara í Höfninni þar eru bara gömlu góðu holurnar..(það lá við að ég saknaði golfskálavegarins í öllum þessum framkvæmdum). Comfortzone hvað!!!!!!