Fræðandi sjónvarpstími
Ég komst að því í kvöld að ef maður horfir á O.C og Survivor þá er hægt að prjóna eitt par af ullahosum! Snæfríður Sól var mjög fegin, því henni er alltaf kalt á tásunum í skólanum. Svo nú er því reddað. Horfði svo á hluta af Jay Leno og prjónaði seinni sokkinn á nöfnu mína (litlu, hin prjónar sjálf á sig sokka). Spurning hvort að ég horfi ekki Bridget Jones í fyrramálið og prjóna fyrri sokkinn :=)
Í dag fórum við Baldur Smári á bókasafnið til að ná okkur í bækur, (nenni ekki að lesa bara skólabækur) og komumst að því að starfsmaður bókasafnsins kann ekkert á tölvuna sem þeir eru með ! Hvernig er þetta hægt ? Á maður ekki að geta fengið upplýsingar hvaða bækur maður var með í síðasta mánuði ? (mig vantaði nafnið á rithöfundinum, ég hafði ekki vit á því að leggja það á minnið og því síður að skrifa það hjá mér). Langaði svo rosalega að lesa fleiri bækur eftir þessa konu - man nafnið núna Lisa Marklund - sænskur rithöfundur sem gerir snilldar bækur! Ef einhver veit um góðar bækur sem ég ætti að lesa eru allar ábendingar vel þegnar.... held ég fari að verða uppiskroppa með að finna mér eitthvað sjálf (nema ég sé búin að lesa allt sem er gott á safninu okkar). Svona til að hafa eitthvað gaman líka tókum við svo Kalla á þakinu til að lesa saman á kvöldin..... ég fékk þó ekki að lesa með snúllanum í kvöld því yngsta systirin vildi fá að lesa fyrir hann. Ekki slæmt að geta valið hver "má lesa". Enda er maður nú ekki gullpungur fyrir ekki neitt!
Nú ætla ég að fara að sofa, eða lesa :=)
Í dag fórum við Baldur Smári á bókasafnið til að ná okkur í bækur, (nenni ekki að lesa bara skólabækur) og komumst að því að starfsmaður bókasafnsins kann ekkert á tölvuna sem þeir eru með ! Hvernig er þetta hægt ? Á maður ekki að geta fengið upplýsingar hvaða bækur maður var með í síðasta mánuði ? (mig vantaði nafnið á rithöfundinum, ég hafði ekki vit á því að leggja það á minnið og því síður að skrifa það hjá mér). Langaði svo rosalega að lesa fleiri bækur eftir þessa konu - man nafnið núna Lisa Marklund - sænskur rithöfundur sem gerir snilldar bækur! Ef einhver veit um góðar bækur sem ég ætti að lesa eru allar ábendingar vel þegnar.... held ég fari að verða uppiskroppa með að finna mér eitthvað sjálf (nema ég sé búin að lesa allt sem er gott á safninu okkar). Svona til að hafa eitthvað gaman líka tókum við svo Kalla á þakinu til að lesa saman á kvöldin..... ég fékk þó ekki að lesa með snúllanum í kvöld því yngsta systirin vildi fá að lesa fyrir hann. Ekki slæmt að geta valið hver "má lesa". Enda er maður nú ekki gullpungur fyrir ekki neitt!
Nú ætla ég að fara að sofa, eða lesa :=)
<< Home