laugardagur, júní 18, 2005

Partý og Golf

Frændi var eitthvað að rífast yfir að ég væri hætt að blogga svo ég reyni að laga það.
Annars er búið að vera svo mikið að gera í partýum og vinnu.

Fjölskyldupartýið tókst bara vel og mikið stuð var á fólki, þó sérstaklega þeim sem eru undir fimmtugu (sem eru að verða annsi fáir). Við skelltum okkur í aparóluna á róló og fengum mömmu, Ernu og Pétur til að skella sér nokkrar ferðir... þarf að læra að setja myndir hér inn svo þið getið séð þau.

16. júní var partý í götunni hjá mér, flestir í Eyjahrauninu hittust og grilluðu saman og skemmtu sér flestir mjög vel. Við Magnþóra fórum að sjálfsöguðu í aparóluna !

GOLF er nýjasta æðið á heimilinu, Snæfríður Sól og Birna Rut eru á námskeiði til að læra golf, síðan kenna þær Baldri Smára því hann er of ungur til að vera á námskeiðinu :=( Árni Baldur fór líka í kennslu og nú er mín bara að spá í að skella sér á kvennanámskeið ! Það ætti ekki að verða erfitt enda er ég að vinna á golfvellinum alla daga í sumar fyrir utan 2 helgar og 1 viku í ágúst. Nú vantar bara að fá unglinginn elsta til að prófa líka, hún var ekki viss hvort hún vildi koma með mömmu gömlu á konugolfnámskeið !

Nú ætla ég að fara út í sólina og brúnka mig meira....... sjáumst !