föstudagur, maí 13, 2005

loksins

Loksins búin í skólanum ! Nú verður maður bara að bíða með krosslagða fingur og vona að kennararnir skilji hvað ég er rosalega klár! Annars var sálfræðiprófið frekar erfitt og snúið í gær, ég vildi nú helst senda Þórð kennara á íslenskunámskeið áður en hann fær að skrifa fleiri próf. Vá, mar! Liðið sem var með mér í prófinu var einmitt að velta því fyrir sér hvað við hefðum gert greyinu í vetur, það er ekki eins og við höfum verið óþekkir nemendur, mættum aldrei í tíma hjá honum! (enda fjarskólanemar)
Nú hlakka ég bara til að fara í vinnuna mína og hitta fólk á nýjan leik....... svo er líka að koma sumar og þá getur maður laggst út í garð og haft það næs með moldarkaffið góða. Aldrei að vita nema prjónarnir fái að fljóta með. Kannski ég fari líka að sinna vinum og ættingjum, hef fengið einhverjar kvartanir um að ég komi aldrei í heimsókn lengur, og það þýði ekkert að heimsækja mig nema panta tíma! Kannski maður kippi þessu í lag og leggist í heimsóknir um helgina.