sunnudagur, desember 03, 2006

Ég er ekki að nenna að lesa...

fyrir próf. Ég nenni að lesa ýmislegt annað, eiginlega allt annað. Ég fann t.d. í bókaskápnum mínum bók frá 1943 sem heitir Vinsældir og áhrif eftir Dale Carnegie í þýðingu Vilhjálms Þ. Gíslasonar sem var gefin út af Fjallkonuútgáfunni (sem ég hafði nú ekki hugmynd um að hafi verið til). Svo það er nokkuð ljóst að ég hef EKKI lesið allar bækurnar sem þekja hér veggi.