laugardagur, nóvember 11, 2006

gengur hægt en kemur...

að setja gólflistana á. Sennilega af því að ég þoli ekki snúrur og það þarf að fela þær allar á bak við listana. símasnúrurnar eru að verða komnar á sinn stað (ég þarf að hafa þær á ákveðnum stöðum)svo ekki sjáist í þær nema rétt út úr vegg. Hefði verið auðveldara ef rafmagn væri ekki allt utaná liggjandi í húsinu! Helvítis hönnnargalli hjá þeim sem henti upphaflega upp kofanum. En hvað um það húsið mitt skánar með hverjum deginum.
Ég er búin að kaupa tvo nýja bókaskápa í viðbót við þá sem til voru og taldi mig eiga aukapláss fyrir nokkrar nýjar um jólin, en ó nei, sennilega þarf ég að kaupa fleiri skápa til að koma fyrir þeim bókum sem til eru! Samt er ég búin að taka í burtu allar smábarnabækurnar sem enginn les lengur. Sennilega væri gáfulegast að byggja bókasafn í garðinum, nógu stór er hann allavega.

Gardínurnar í stofunni eru komnar upp og taka sig bara vel út. Hlakka svo til þegar þetta verður búið, reyndar búið að panta málun á þremur svefnherbergjum fyrir jól og svo er geymslan ennþá í drasli, svo við sjáum til hvernig framhaldið verður.

Við fórum svo á ruslahaugana í dag með loftárásardótið sem var fyrir framan hús! Þvílíkur munur að losna við þetta dót í burtu. Nú þarf bara að telja allar plastflöskurnar og koma þeim í endurvinnslu (það er svo leiðinlegt verk).

Nú ætla ég að senda karlinn minn af stað í strákapartí hjá Bjössa sem verður þrítugur þann 14. nóv. nk eins og stóri unglingurinn minn sem verður 17. ára!