gullpungurinn tjáir sig...
þessi elska sagði við mig áðan:"mamma, ég vildi að þú værir ennþá að vinna í golfskálanum". "Nú? af hverju" spurði ég. "Þá geturu ekki skipað mér að hætta í tölvunni" svaraði hann hið snarasta. "En er ekki gott að hafa mömmu heima á daginn" spurði ég. "Jújú en þegar ég er óþekkur þá verður þú hoppandi brjáluð!" "Mér finnst betra að þú sért brjáluð við Einar vallarstjóra" sagði hann. "Var ég einhvern tíma brjáluð við hann?" spyr ég. "Nei en hann var heldur ekki óþekkur!" svaraði hann.
<< Home