komin heim frá Englandinu...
þar sem við skemmtum okkur konunglega. Skoðuðum og versluðum, átum og drukkum (Starbucks kaffi er snilld). Best leið mér þó eftir að hafa heimsótt Ljúfu og séð hvar hún býr. Nú þarf ég ekki að vera með áhyggjur af henni, hún er á yndislegum stað í fínu húsi og blómstrar svona líka fallega! Þakka henni kærlega fyrir okkur. Hefði gjarnan viljað vera lengur hjá þeim hjónum, Leibbalingnum og kúlubúanum. Fer bara fljótlega aftur. Þá get ég líka farið í frábæra búð sem er rétt hjá þeim og kallast HobbyCraft. Snilldar búð þar á ferð fyrir sjúklinga eins og mig.
Ég náði bara að komast yfir neðrihæðina! (mamma, efri hæðin er eftir) svo ég hef ærna ástæðu til að fara fljótlega aftur. Auðvitað þó með það að meginmarkmiði að heimsækja Ljúfu aftur!
Börnin voru auðvitað glöð að sjá foreldrana (eða töskurnar) eftir fimm daga aðskilnað.
Nú verð ég sennilega að snúa mér aftur að markaðsfræðinni sem ég á að vera að gera (er í tíma í skólanum).
BTW ég fékk 10.0 fyrir markaðsfræðiskýrluna!
Ég náði bara að komast yfir neðrihæðina! (mamma, efri hæðin er eftir) svo ég hef ærna ástæðu til að fara fljótlega aftur. Auðvitað þó með það að meginmarkmiði að heimsækja Ljúfu aftur!
Börnin voru auðvitað glöð að sjá foreldrana (eða töskurnar) eftir fimm daga aðskilnað.
Nú verð ég sennilega að snúa mér aftur að markaðsfræðinni sem ég á að vera að gera (er í tíma í skólanum).
BTW ég fékk 10.0 fyrir markaðsfræðiskýrluna!
<< Home