mánudagur, ágúst 07, 2006

Nóg að gera að vanda...

hjá okkur hjónum. Við ákváðum að fara í útilegu um helgina, en þar sem það var mót á vellinum líka var ekki hægt að komast frá. Börnin fóru til tengdó og vina, en karlinn og ég skelltum tjaldvagninum bara á golfvöllinn og sváfum þar (ekki inná vellinum samt, þá hefði vallarstjórinn ekki verið glaður). Það var bara fínt og sparaði okkur nokkurn akstur og gátum því sofið til 7 í staðinn fyrir að vakna kl 6. Nú er ég að bíða eftir að hitarinn hlýji aðeins áður en ég skríð undir sængina.

ÉG ER ORÐIN MÓÐURSYSTIR! Litli kúlubúinn kom í heiminn 1.ágúst og reyndist vera stúlka. Ég fékk mömmu til að leysa mig af smá stund til að geta skoðað hana á föstudaginn, hún er svooo falleg! Algjör pæja með svart hár og sítt að aftan :=) Við óskum foreldrum hennar innilega til hamingju og vonandi gengur allt vel!

Nú er ég farin að sofa!