mánudagur, júlí 03, 2006

fátt um fína...

*rætti hér síðustu daga eða vikur. Er búin að vera í vinnunni allan sólarhringinn síðustu dag svo gott sem. Mótið í gær tókst mjög vel (enda ég að skipuleggja að mestu í samvinnu við vallarstjórann). Fokkaðist eitthvað aðeins í lokinn en það var að sjálfsögðu ekkert sem snéri að mér ;=)
Nú verður sennilega þokkalega annasöm vika því meistaramót eru í gangi hjá flestum klúbbum þessa viku og koma þá margir til okkar að spila á meðan. Vikuna þar á eftir verður svo meistaramótið hjá okkur. Þá er ég að hugsa um að fá mér ferðarúm í skálann og láta setja upp sturtuaðstöðu svo ég þurfi ekki að keyra á milli staða ;=/ Hlakka samt ótrúlega til því það er alltaf svo gaman í kringum meistaramót...
enívei það væri gaman að sjá einhverja kíkja í kaffi til mín í skálann því ekki verð ég heimavið í sumar! Byrja svo í skólanum í ágúst, er samt ekki farin að hugsa svo langt ennþá (skálinn verður sennilega opinn fram í okt) einhvernveginn reddast þetta nú samt örugglega eins og alltaf hjá mér... slepp alltaf fyrir horn!