sunnudagur, júní 04, 2006

Mikið að gera...

hjá mér núna því ég var að taka að mér veitingarekstur í golfskála. Þurfti að þrífa þvílíkt ógeðslegt eldhús (hlýtur einhver að hafa fengið matareitrun í fyrra) og koma öllu í gang. Er því búin að vera á hlaupum við þrif, vörupantanir og afgreiðslu. Ég hefði í raun ekki átt að opna fyrr en í næstu viku þegar ég væri búin að fá vörur. Hins vegar lá á að opna því búið var að bóka mót á vellinum. Svo auðvitað reddaði ég mér fyrir horn. Sagði golfurum bara að það væri takmarkað úrval í bili og BROSTI svo bara! Þá var allt í lagi... hlakka samt til þegar ég verð komin með einhverjar vörur til að selja!

Ef þú þekkir mig eitthvað þá ertu velkomin í kaffi til mín í skálann. Verð víst lítið heimavið í sumar, yngri börnin tvö farin í sveitina til ömmu og afa og unglingarnir vinna í humrinum og hjálpa svo mömmu sinni í skálanum. Veit ekki hversu tíðar færslur verða hér í sumar en svona er það bara :=)