föstudagur, maí 26, 2006

Held ég þurfi vítamín...

því ég er ekki að ná þeirri einbeytingu sem ég þarf. Er að druslast við að koma saman handbók og fréttabréfi fyrir vinnuna en gengur heldur hægt. Slatti búið en hellingur eftir líka. Er svo í ofanálag að renna út á tíma. Snúllan mín er heima allan daginn og vill að mamma leiki við sig. Reyni því að sinna vinnunni þegar tækifæri gefst... verður að hafa það þó ekki verði allt á réttum tíma. Börnin mín eru í forgang! Ég verð bara að fá karlinn til að hugsa um þau einn um helgina á meðan ég reyni að vinna. Ætla samt að taka mér pásu annaðkvöld og fara á kosningavöku í Ráðhúsinu, skilst að allir flokkar verði þar saman (bíð spennt eftir slagsmálum). En sennilega verð ég að láta mér nægja skítkast af hálfu stuðningsmanna D-listans, þeir eru einir um að vera í þeim gírnum fyrir þessar kosningar eins og síðast. Enda fá þeir ekki mitt atkvæði.