mánudagur, maí 08, 2006

Get ekki sofið...

þó svo myrkratjaldið sé fyrir glugganum. Ástæðan gæti auðvitað verið sú að ég er með tölvuna uppi í rúmi hjá mér! En ég þarf eitthvað lítið að sofa þessa dagana (næturnar), er þó vanari því að geta ekki vakað.
Í dag fengum við foreldrastóðið í afmæliskaffi því snótin verður 10 ára 10 maí. Nema mömmu og fóstra - þau skelltu sér til Búdapest í tilefni þess að mútta er fimmtug í dag 7 maí(reyndar kominn 8 þegar þetta er skráð).
Við erum enn að bíða eftir tímasetningu á aðgerðina fyrir snótina og vonum að það farað koma að þessu, til að geta verið eitthvað úti að leika í sumar (tekur slatta tíma að jafna sig og mega leika)
Ætla að lesa smástund og athuga hvort ég sofna ekki(ósennilegt því ég er að lesa svo skemmtilega bók-Alkemistinn eftir Paulo Coelho). Ein af þessum bókum sem mér var bent á um daginn, fór með listann á bókasafnið og sótti allar bækurnar. Hef nóg að lesa á næstunni sem er eins gott því ekki sef ég!