sunnudagur, apríl 23, 2006

Þunglyndispúkinn ...

er frekar erfiður við mig þessa dagana. Rúmið er ótrúlega freistandi staður og alveg sama hvað mig langar á fætur þá er eins og ég sé föst við sængina. Karlinum mínum tókst reyndar að ná mér á fætur um tvö leytið í dag og drösla mér út. Við skutluðum elstu dótturinni (eina barnið heima um helgina) í Kringluna, fórum svo í bíó, borðuðum á Nings og kíktum í kaffi til Þrúðar frænku og Guðjóns í Mosó. Það er alltaf gott fyrir sálina að koma þangað í kaffi og spjall. Sóttum svo dóttlu í hesthúsið til kærastans og brunuðum heim rétt um miðnætti. Nú er spurning hvort ég geti sofnað og drattast á fætur á morgun til að lita hárið á mömmu áður en hún fer út. Svo er von á einhverjum í afmæliskaffi þar sem ég verð víst 33ja ára á mánudag...
BTW ef þú ert tengdafaðir minn þá langar mig ennþá í bókina sem ég bað um í jólagjöf en enginn sá ástæðu til að gefa mér þá :-) (sjá færslu í nóv)