Fermingarundirbúningur og allt sem honum...
fylgir, getur verið ótrúlega skemmtilegt. Best er þó að vera með á hreinu hvað þú ætlar að gera og hvernig. Ég þessi rúðustrikaða manneskja er að klikka á þessu. Af hverju ? jú ég er ekki að nenna neinu þessa dagana. Spurning hvort að ég fái mér ekki geðprýðisljós um allt hús í stíl við pillurnar mínar! Ég er að vísu búin að gera eitthvað en skipulagið er ekki alveg til staðar, meira svona eftir minni (sem er ekki upp á sitt besta). Boðskortin loksins tilbúin og fara í póst á mánudaginn (ég nenni ekki með þau núna), sálmabók, servíettur og kerti er líka klárt... á bara eftir að sækja það en finn ekki kvittunina (held það þurfi hana til að sækja) geymi hana á einhverjum ótrúlega góðum stað, en nenni ekki að leita. Salurinn er loksins minn! fékk hringingu í morgun og staðfestingu á að ég gæti fengið salinn sem ég pantaði fyrir hálfu ári síðan... vesen þegar skipt er um eigendur á svona stöðum. Fer á morgun til að skoða, svona til að ath hvort að mínar skreytingahugmyndir gangi upp þarna. Fötin eru alveg að verða klár eða þannig, á eftir að prjóna hluta af kjólnum og sauma buxurnar, held ég biðji mömmu bara að sauma þær. Nú ætla ég að leggja mig, nenni ekki að vaka.
<< Home