Leiksýningar framar björtustu...
vonum. Við höfum sýnt 4x og alltaf fyrir fullu húsi, sem verður að teljast afrek hjá nýstofnuðu leikfélagi. Gagnrýnendur standa á öndinni yfir því að við skildum setja saman söng, dans og leik allt í sömu sýningunni. Það mun víst ekki eiga að vera á færi nema atvinnuleikhúsa. En við hér í þorpinu erum auðvitað snillingar! (ef þú skildir hafa efast). Síðasta sýningin verður svo á laugardagskvöldið þegar við verðum með svaka stuðdagskrá: matur sem bæjarstjórinn eldar (eru að koma kosningar?), sýningin í heild sinni með smávægilegum breytingum og að lokuð hippaball með öllu tilheyrandi. Eins gott að finna föt á karlinn, sem reyndar á afmæli þennan dag svo ég slepp við að halda honum veislu. Þið sem viljið eiga góðan dag með honum er bent á að panta ykkur miða og hitta hann í Ráðhúsinu!
Nú þarf ég að gera boðskort í ferminguna hjá næst elstu dótturinni, er víst í seinna fallinu við það, en er það eitthvað nýtt?
Nú þarf ég að gera boðskort í ferminguna hjá næst elstu dótturinni, er víst í seinna fallinu við það, en er það eitthvað nýtt?
<< Home