föstudagur, febrúar 24, 2006

Hvað gera bændur nú...

þegar Kaupásveldið hótar að loka versluninni í þorpinu ef við kaupum ekki meira? Þeir vilja auka verslun um 30% á 2 mánuðum sem er gott og vel, EF þeir standa við stóru orðin og bæta vöruval og gæði verslunarinnar. En er ekki svolítið skrýtið að boða til Borgarafundar og hóta að loka EINU matvörubúðinni á staðnum ef við verslum ekki meira.
Það gleymdist alveg í allri fínu tölfræðinni að kanna hversu stórt hlutfall íbúa þorpsins vinnur í Reykjavík, Hveragerði og Selfossi og verslar því á þeim stöðum.
Ég er fylgjandi því að versla í heimabyggð, en kann því illa að geta ekki fengið allt á sama stað, ég hef annað við tímann að gera en að hendast á milli verslana til að fá það sem þarf í vikuinnkaupin. Í hvaða bananalýðveldi búum við þegar eigendur EINU verslunarinnar á staðnum ákveða að á mánudögum skuli allir eta pylsur, á föstudögum séu hamborgaradagar og svínakjöt þess á milli. Mér finnst pylsur ekki góðar og hef ekki hamborgara alltaf á föstudögum. EF Kaupás gaurar bæta vöruval og gæði ÞÁ er ég til í að versla við þá. Annars ekki!