miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Er ég að verða gömul...

það á að ferma dúlluna mína í vor, hún fór á fyrsta date-ballið í gær og "settið" var alveg í mínus! úff, tvær dætur að verða stórar. Skildi maður venjast því að börnin verða stærri og stærri en maður sjálfur stendur í stað? Ég held að okkur hafi þótt þetta meira mál núna en fyrir 3 árum. Hvernig í ósköpunum ætli við verðum þegar yngsta dóttirin fer á date. Svo kemur snúlli í restina en þá verð ég orðin svo gömul að hann má bara gera allt sem hann vill, (það segir elsta systir hans) en ég er ekki alveg sammála þar sem að ég verð ekki nema 39 ára þegar hann fermist (og fyrsta date-ballið í skólanum)... en flokkast víst sennilega sem eldri kona hjá unglingum.

Ég ákvað í gær að ég vildi breyta hárinu á mér eitthvað og pantaði því tíma hjá Heiðu minni. Datt svo í hug að spyrja karlinn hvernig lit ég ætti að fá mér, þið vitið ljóst, dökk, rautt eða... það eina sem honum datt í hug var BLÁTT ! Ég held ég spyrji einhvern annan næst, en ef ég kem heim með blátt hár þá vitiði hverjum það er að kenna!