fimmtudagur, febrúar 02, 2006

svo klár, svo ofsalega klár...

Ég hafði það af að gera verkefnið mitt! Þessi dansfífl í bókinni eru nú ekki sérlega góðir dansarar, en ég náði þessu þó. Var svona líka ánægð með að fyrsta verkefnið mitt væri 100% rétt að ég áhvað að ég væri rosalega gáfuð! Fletti svo á næsta verkefni og fékk þungt högg, dansfíflið sparkaði í mig... svonú verð ég að skreiðast áfram og reyna að ná tökum á fleiri dansfíflum. Ég er samt á þeirri skoðun að ég sé ofboðslega klár! - er bara ekki búin að finna þetta tölugen í mér!

Nú fer að líða að Þorrablóti og þorpið undirlagt af kjellum sem keppast við að punta sig, brjálað að gera á hárgreiðslustofum og snyrtistofum, svo verður Kringlan örugglega full af kjellum í kvöld... allar í leit að kjólum eða einhverju til að vera í. Ég gamla sérvitra kjellan ætla hins vegar að grafa eitthvað gamalt dress af ömmu út úr skáp hjá mér eða bara vera í sama átfittinu og um jólin... finnst svo leiðinlegt í búðum að það er eiginlega sárt (vantar búðarápsgen). Óska hinum kjellunum góðrar ferðar og vona að verslunareigendur taki vel á móti þeim og eigi eitthvað til að gleðja þær.