föstudagur, janúar 20, 2006

Hver er tilgangurinn...

með að veita fólki þá hamingju að eignast barn ef ætlunin er að hrifsa það af þeim fljótlega aftur?
Vinkona mín eignaðist yndislega stúlku fyrir 7 mánuðum síðan, allt gekk vel þar til 5. desember sl. þá veiktist litla krílið og hefur verið sofandi síðan. Það er hreint ótrúlegt að fylgjast með sögu hennar og hversu duglegir foreldrarnir eru að halda í vonina og jákvæðnina. Læknarnir finna ekki út hvað er að og því síður hvað er hægt að gera! Nútíma læknavísindi eru víst ekki eins þróuð og maður hélt. En það er erfitt að eiga langveikt barn og viljum reyna að leggja okkar af mörkum til að létta foreldrunum tilveruna þessa dagana, með bænum og fjárhagsaðstoð. Ef þú ert aflögufær vinsamlega leggðu góðu málefni lið. Númerið er 1109-05-410900 og kennitalan er 290681-5889. Endilega kynntu þér sögu Bryndísar Evu Hjörleifsdóttur