Ruslpóstur getur verið snilld
þegar manni er illa við höfuðborg Satans! Ég var búin að skoða blöð, tímarit og ruslpóst, gera nákvæman lista yfir hver fengi hvað og hvar ætti að kaupa það. Ekkert vesen bara inn- út dæmi... gengur hratt fyrir sig og hægt að ljúka jólagjafainnkaupum á 3 klst. Það er bara SNILLD! Nú skil ég af hverju karlmenn eru svona hrifnir af inn-út verslunaraðferðinni!
Ég er sem sagt búin að kaupa allar jólagjafirnar en fæ hvergi JÓLAPAPPÍR eins og ég vil :=(
Nú get ég bara dundað mér í þá 13 daga sem eru til jóla. Ég ætla að pakka inn gjöfunum í rólegheitum (ef ég finn pappír), skella mér á kaffihús og snúllast í kringum börnin mín og hafa notalegar stundir fram að jólum. Mikið er annars góð tilfinning að þurfa ekki að fara lengra en í Breiðholtið til mömmu ! Ekki öfunda ég fólk sem á eftir að hlaupa um eins og hauslausar hænur fram að jólum með grenjandi börn í eftirdragi. Hvernig væri að fólk hægði aðeins á og reyndi frekar að njóta aðventunnar í rólegheitum með börnunum? Kaupóðir Íslendingar eiga sennilega eftir að fjölmenna á geðdeild um jólin, þeir heppnu sleppa kannski fram að áramótum.
Ef þú ert til í að skreppa á kaffihús, spjalla og skilja stressið eftir heima (ef það er til staðar) endilega láttu mig vita.
Ég er sem sagt búin að kaupa allar jólagjafirnar en fæ hvergi JÓLAPAPPÍR eins og ég vil :=(
Nú get ég bara dundað mér í þá 13 daga sem eru til jóla. Ég ætla að pakka inn gjöfunum í rólegheitum (ef ég finn pappír), skella mér á kaffihús og snúllast í kringum börnin mín og hafa notalegar stundir fram að jólum. Mikið er annars góð tilfinning að þurfa ekki að fara lengra en í Breiðholtið til mömmu ! Ekki öfunda ég fólk sem á eftir að hlaupa um eins og hauslausar hænur fram að jólum með grenjandi börn í eftirdragi. Hvernig væri að fólk hægði aðeins á og reyndi frekar að njóta aðventunnar í rólegheitum með börnunum? Kaupóðir Íslendingar eiga sennilega eftir að fjölmenna á geðdeild um jólin, þeir heppnu sleppa kannski fram að áramótum.
Ef þú ert til í að skreppa á kaffihús, spjalla og skilja stressið eftir heima (ef það er til staðar) endilega láttu mig vita.
<< Home