þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Litlir snillingar

"mamma, mig vantar pening" sagði Baldur Smári við mig í dag.
"Nú, til hvers?"spurði ég. "
Mig vantar svo marga marga marga Bionicle karla", svaraði hann.
Ég svaraði að ég ætti ekki svo mikinn pening til að kaupa þá núna.
Þá segir þessi elska" já en mamma, þú mátt ekki eiga svona marga peninga að þú getir ekki lokað veskinu þínu" !
Segið svo að börn hjálpi ekki til.

Snæfríður Sól er búin að vera veik síðan í gær. Hún er alveg að farast úr hausverk greyið og er með bullandi hita. Bróðir hennar vill vera svo góður við hana að hann er í því að kyssa hana og strjúka. "Láttu þér batna elskan" segir hann. Svo fannst henni hún þurfa að gubba og bað mig að fara með sér inná baðherbergi, Baldur Smári kemur hlaupandi á eftir okkur og ég bað hann að fara fram. "En mammmmmaaa, ég þarf að hjálpa henni, ég er svo duglegur að gubba"! Einn orðinn vanur að fá gubbupest!