Í morgun
,,Fýkur yfir hæðir og frostkaldan mel,
í fjallinu dunar, en komið er él,
snjóskýin þjóta svo ótt og svo ótt.
Auganu hverfur um heldimma nótt
vegur á klakanum kalda."
í fjallinu dunar, en komið er él,
snjóskýin þjóta svo ótt og svo ótt.
Auganu hverfur um heldimma nótt
vegur á klakanum kalda."
Jónas Hallgrímsson
Í morgun langaði mig ekki á fætur en var glaðvöknuð kl. 05:30 sem er frekar skrýtið ef haft er í huga að ég sofnaði ekki fyrr en um 02:30. Eitthvað klikk svefninn. En hvað um það, ég fór bara á fætur og gerði skólaverkefni sem ég átti að skila í dag. Auðvitað var ég orðin græn af þreytu um hádegi og skreið því aftur undir sæng, svaf næstum af mér leikskólann, þær eru svo glaðar ef maður kemur 2 mín of seint. Rétt slapp!
En svona veður óþverri kallar á góða og notalega stund heima undir sæng með heitt kakó. Við Baldur Smári og Birna Rut sóttum okkur því myndir hjá Fralla og gott að borða hjá Mása. Liggjum svo undir sæng og horfum á Pokemon (börnin sko, ég er að blogga).
Ég ætla svo að horfa á Be Cool með John Travolta í kvöld.
<< Home