mánudagur, október 17, 2005

Námsferðin

Helgin var þrælgóð með áherslu á "þræl"... held ég hafi steikt í mér heilann, sálfræði hvað? Annars var gott að komast í ró og næði. Við Magnþóra lærðum, lásum, átum og prjónuðum-allt í garðskálanum, þar var þessi líka fína kamína. Við slöppuðum svo vel af að við fengum næstum hjartaáfall þegar sími hringdi! vorum eins og kvekkt kvikindi :=/