föstudagur, október 07, 2005

Vinkonur

Magnþóra mín var að koma heim frá Spáni í gær! Frábært að hitta hana aftur, (við höfum ekki sést í heila viku!) Að vísu talað saman í síma, á sms og blogginu. Þessi elska fór í búðir á Spáni og fann þessa líka æðislegu kaffibolla handa mér, þeir eru skjöldóttir eins og beljur, með júgur og spena til að standa á undirskálinni. Hrein snilld! Við sátum í morgun og skáluðum í kaffi!


Það er gott að eiga vini meðan maður er ungur, en það er sannarlega enn betra þegar ellin færist yfir. Í æsku eru vinirnir sem annað eins og sjálfsagðir, en í ellinni finnum vér hve dýrmætir þeir eru. - E. Grieg.

Ekki skilja þetta samt sem svo að ég sé orðin gömul !