mánudagur, október 10, 2005

Tíska

Tíska er skrýtið fyrirbæri, nú vilja allir vera í íslenskum lopapeysum! Túristaflík Íslendinga er nú orðin að tískuvöru. Þeir sem ekki geta notað ull prjóna sér "lopapeysu" úr bómull! oj, hvað er það, annað en hryllilega ljót flík.
Ég er ein af þeim sem þoli ekki lopa, þ.e.a.s. get ekki notað lopaflíkur. En ég sit og prjóna lopapeysur á fullu, hósta og klóra mér en prjóna samt.... Linda Rós búin að fá sína peysu og Söndru Óskar peysa að verða tilbúin. Það er eins gott að þær verði extra góðar við Systu sína á næstunni (eftir allan hóstann og kláðann).
Pantanir komnar á þrjár lopapeysur í viðbót, ég verð sennilega orðin útklóruð með krónískan hósta á jólunum! Annars er bara gaman að prjóna, hvort sem er úr lopa eða öðru garni :=)