Góðar hugsanir prests
Ég var að lesa Bæjarlíf á netinu og sá grein frá prestinum hér í þorpinu. Hann talar um að ekki megi láta þróunina verða þá að hér sé svefnbær. Alveg er ég sammála honum þar. En er það ekki yfirlýst stefna bæjarstjórans að hér skuli fólk búa en ekki vinna ? Eins og Baldur (presturinn, ekki sonur minn) bendir á þá eru fyrirtæki að loka hérna, ekki opna. Hann talar einnig um að hér sé von á golfvelli! Vita íbúar þorpsins ekki af því að hér ER GOLFVÖLLUR sem er stærsti, lengsti og erfiðasti völlur landsins! Ég mæli með að íbúar kynni sér hvað er til staðar í þorpinu áður en þjónusta er sótt annað. Aftur á móti er ekkert skrýtið að fyrirtæki loki ef engir eru hér á daginn nema börn og eldri borgarar. Liggur ekki beinast við ef þú vinnur í Reykjavík að sækja alla aðra þjónustu þar? Hver keyrir t.d. framhjá lágvöruverslun í höfðuborginni á leið heim til að versla í matvörubúð þar sem vöruúrval er takmarkað og verð mun hærra. Við verðum að vera samkeppnishæf við næsta nágrenni okkar, þorpið er jú orðið lítið úthverfi Reykjavíkur!
<< Home