miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Afmæli ammæli

Nú er Birna Rut næst elsta dóttir okkar 13 ára í dag!
Mér finnst svo stutt síðan:
-elskan kom í heiminn
-hún ætlaði að verða heilalæknir

( 3ja að skoða alfræðibók um heilann)
-hún sagði að afi væri loðinn eins og hundur

(því hann rakaði ekki á sér fótleggi og bringu)
-hún var litla barnið mitt
-hún lærði að lesa, en les nú Harry Potter á ensku!
-hún hljóp um allt með sveppahattinn af langömmu
-hún ætlaði að eignast 8 börn með Hjölla vini sínum á leikskólanum í Mosó,
4 stelpur og 4 stráka,
þau ætluðu að búa í blokk og amma í Mosó átti að eiga heima á hæðinni fyrir neðan og passa strákana... því hún gæti ekki passað stelpur (amma á tvo stráka).
-hún fór í fyrsta skipti á skíði með afa (í bakpokastól)
og kallaði víííí víííí, náði svo í snjó og skellti á skallann á
honum og skellihló (2ja ára).

Já hún hefur alltaf verið púki blessað barnið....
skil bara ekki hvaðan hún hefur þessa stríðni ;=)