föstudagur, nóvember 04, 2005

Brjálað að gera

Það er búið að vera brjálað að gera undanfarið. Læra og skila verkefnum, fundir hjá leikfélaginu, búa til fréttabréf ENJO, hugsa um börnin(þau hafa vonandi ekki hlotið varanlegan skaða af afskiptaleysi móðurinnar), þvo.. hef reyndar ekki staðið mig sem best þar!
Lítur ekki út fyrir að verða rólegra fyrr en í desember- þá slakar maður á!(öfugt við aðra Íslendinga).

Haldiði að uppþvottakonan hafi ekki gefist upp í gær! Hvað gera bændur þá? Ekki nenni ég að vaska allt upp, á ekki einu sinni uppþvottagrind! úff, verð sennilega að blikka og strjúka karlinum sérstaklega mikið þangað til vélin kemst í lag :=)

Ætla ekki að blogga meira í bili því mig langar svo rosalega í kaffi! Best að athuga hvort að nágranninn er heima og nennir að hella upp á! Það er svo leiðinlegt að drekka kaffi ein :=/