þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Nú geta jólin farið að koma

Ég fékk loksins Bókatíðindi í póstkassann minn í dag. Pósthúsið afhenti líka jólaföndrið mitt í dag. Þá getur jólaundirbúningur formlega hafist eftir rúma viku.
Það eru rosalega margar bækur sem mig langar í og óska því eftir bókahillum í jólagjöf.. þið vitið Billy bókaskápar úr IKEA, beyki áferð. Vantar eins og 2 stk til að koma því sem til er þokkalega fyrir..hinir 3 eru fullir og vel það. Herbergin eru einnig að springa undan bókum sem er ekkert skrýtið því hér búa 5 bókaormar og 1 ekkibókaormur.
Merkilega margar spennandi bækur þetta árið og bara búin að fletta blaðinu einu sinni.
Svona til að gefa tengdapabba hugmyndir þá koma hérna nokkrar álitlegar bækur:

Interior Design Inspirations - Daab (M&M)
Rokland - Hallgrímur Helgason (M&M)
Krónprinsessan- Hanne-Vibeke Holst (Vaka-Helgafell)
Næturvaktin - Kirino Natsuo (Bjartur)
Svik- Karin Alvtegen (Hólar)
Vetrarborgin - Arnaldur Indriðason (Vaka-Helgafell)
Fyrsta bókin um Sævar - Iglum Rönhovde (ADHD samtökin)
Ófétabörnin - Rúna K. Tetzschner (Lítil ljós á jörð)
Er ég flatbrjósta nunna? - Bryndís Jóna Magnúsdóttir (Tindur) eingöngu í vegna titils
Fiskur - sérhönnuð handa mér og Með lífið að láni - sérhönnuð handa mér (er það ekki?)