Gleðileg jól...
og takk fyrir okkur öll. Erum búin að opna flestar gjafirnar, sem voru ekkert smá margar, ég gleymdi einhverjum inni í skáp, börnin verða bara að opna þá á eftir þegar þau vakna. kl er að verða þrjú um nótt og ég dunda við að setja jólamyndirnar inn í tölvuna. Börnin ný farin að sofa því það var svo gaman að skoða allar gjafirnar og lesa aðeins... fengum 30 bækur þessi jólin takk! Ekki skrýtið að ég skildi biðja um bókaskápa í jólagjöf eða hvað? Spurning hvernig gengur að koma öllum á fætur og í jólaboðið hjá tengdaforeldrum mínum á eftir (jóladag). Við verðum þá bara sein eins og venjulega... svo eru tvö boð á annan í jólum, alltaf nóg að gera hjá okkur. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að þið hafið það gott um helgina. Ég ætla að halda áfram að njóta þess að vera í faðmi fjölskyldunnar.
<< Home