Ágætis kvöld...
í Ráðhúskaffi. Loksins var opið kaffihúsið okkar á eðlilegum kaffihúsatíma. Við Magnþóra skelltum okkur á bókaupplestur þar í kvöld og skemmtum okkur vel. Súsanna Svavarsdóttir og Árni Þórarinsson voru að lesa úr bókum sínum. Við komust að því að okkur langar að lesa bækurnar þeirra. Ljótan að JPV skuli gefa þær út (tengdapabba til mikillar ó- gleði) en það þýðir að við verðum að fá þær lánaðar á bókasafni en ekki kaupa þær :=) Viljum nú ekki láta afneita okkur svona rétt fyrir jólin. Einnig lásu heimamenn/konur úr bókum sem tókst í flestum tilfellum nokkuð vel. Eitt besta atriði kvöldsins var þó þegar leikfélagið okkar sýndi brot úr sýningu sinni um hippatímabilið á Íslandi, sem verður frumsýnd á næsta ári. En ó mín Ljúfa, hvar varst þú ?
Nú sit ég og blogga með Robbie minn Williams í eyrunum og útiloka þannig hroturnar í mínum ástkæra eiginmanni... ;=) eins gott að nýta tæknina! Magnþóra mín túsundtakkir fyrir að útbúa fyrir mig þennan snilldar disk... hlakka samt svo til að opna jólapakkana mína og athuga hvort að Robbie sprettur upp úr einum þeirra, þessi drengur er bara snilld!
Nú sit ég og blogga með Robbie minn Williams í eyrunum og útiloka þannig hroturnar í mínum ástkæra eiginmanni... ;=) eins gott að nýta tæknina! Magnþóra mín túsundtakkir fyrir að útbúa fyrir mig þennan snilldar disk... hlakka samt svo til að opna jólapakkana mína og athuga hvort að Robbie sprettur upp úr einum þeirra, þessi drengur er bara snilld!
<< Home