föstudagur, janúar 27, 2006

hér er skóli um skóla frá skóla til skóla...

úff, ég var að opna skólabók í gær og fékk næstum taugaáfall, ómægod!
Bókin er full af stöfum og tölustöfum sem dansa!
Ég meinaða, stafirnir dansa þegar bókin er opnuð, hver á að geta skilið svona lagað?
Karlinn minn var reyndar búinn að vara mig við, sagði að ef ég kæmist í gegnum fyrstu 30 síðurnar þá væri þetta í lagi eftir það! Nokkur hugtök og fræðiorð sem þarf að læra til að skilja restina. Ég verð víst að ná tökum á þessum dansfíflum og kenna þeim hvernig á að haga sér!

Annars gegnur allt sinn vana gang hjá okkur í þorpinu. Börnin í skóla, ég í skóla, karlinn í vinnu... svo eru líka leikæfingar, dansæfingar, tónlistaræfingar, fótboltaæfingar, fundir ofl. sem við getum dundað okkur við, svona til að leiðast ekki.
Ætlum líka að skella okkur á þorrablót um næstu helgi, virðist vera komin hefð hjá mér að fara bara annað hvert ár.
Svona í lokin þá bæti ég við að það var rosalega gaman í ömmuleik síðustu helgi (fékk skammir fyrir að blogga það ekki!) Ekki samt skilja það sem svo að mig vanti að verða alvöru amma strax! það má alveg bíða í ca 8 ár í viðbót (þá næ ég að verða fertug, hehe)