mánudagur, febrúar 13, 2006

frábær helgi...

er nú að enda komin. Föstudagskvöldið var frábært í góðra vina hópi þar sem var etið, drukkið, spjallað og sungið í singstar. Laugardagur: Ægisstelpur skelltu sér á Hvolsvöll og unnu fótboltamót, fengu á sig 1 mark en skorðuð 13 eða eitthvað, misstum töluna. Þannig að Birna Rut kom heim með gullmedalíu um hálsinn. Á laugardagskvöldið sátu félagar leikfélagsins saman og horfðu á Hárið, síðan hélt þrísomið á Ráðhúskaffi í bjór og spjall. Sunnudagurinn var svo nýttur til að sinna fjölskyldunni og skelltum við okkur í sveitina til Péturs frænda og Charlotte, það var hin besta skemmtun og langt síðan við höfum heimsótt ættingja vora. Það stendur þó til bóta... ef maður gefur sér tíma. Þannig að helgin var bara hin skemmtilegasta.

Hulda mín þín var sárt saknað á föstudagskvöldið! þú bara verður að láta sjá þig í næsta hittingi.