þriðjudagur, febrúar 07, 2006

af hverju þarf að gera mál úr öllu....

þó að einhver sé betri en þú, hafið það betra eða verra en þú. Hvað fær fólk til að koma af stað leiðinda sögum um annað fólk ?
Af hverju þarf að gera mál úr því þó að eitt lag fari í tölvupósti á milli vina ?
Ef þú vilt endilega taka þátt í Eurovision þá verðuru einfaldlega að semja gott og grípandi lag, það hefur Þorvaldi Bjarna og Silviu Nótt tekist, hættið þessari afbrýðisemi og sættið ykkur við að loksins er komið almennilegt lag! Það hefur ekki gerst síðan Páll Óskar brilleraði. Ég er ekki sérfróð um Eurovision keppnina en það hefur þó ekki farið fram hjá mér að taktur skiptir miklu, vögguvísur eiga ekki heima í þessari keppni. Muniði þegar Hægt og hljótt floppaði? Þau lög sem í boði eru núna minna skuggalega á það. Svo vonandi sér íslenska þjóðin ljósið og fattar að senda Silviu Nótt í keppnina þetta árið. Þá verður virkilega gaman að horfa á sjónvarpið, eitt er víst að það verður stuð í Eurovision partíum landsins!

Við hjónin fórum í góðra vina hópi á Þorrablót hér í þorpinu. Alveg hreint frábær skemmtun. Leikfélags krakkarnir stóðu sig frábærlega, það er alveg á hreinu að Daníel Haukur á heima í Eurovision í framtíðinni! Skemmtiatriðin voru að mestu góð, þó kom það leiðinlega á óvart að fullorðið fólk legðist svo lágt að gera grín að veikum einstaklingum. Það er sumt sem maður gerir bara ekki og sumt sem maður segir bara ekki! Það hefði sennilega þurft að minna einhverja á þessi orð: aðgát skal höfð í nærveru sálar! Það er eitt að gera grín og annað að vera illkvittinn! En annars var þetta hin ágætasta skemmtun. Spurning hvort að ekki sé kominn tími til að sumir í skemmtiatriðunum fari að hvíla sig og aðrir ferskari taki við, það má öllu ofgera.