föstudagur, apríl 21, 2006

bjargvættir dagsins...

eru snillingarnir í Gildrunni. Dró fram diskinn Gildran í 10 ár og skellti í tölvuna. Þessir menn eru snillar - hvað varð eiginlega af þeim?
Það er alveg sama hvernig dagsformið er, það er alltaf eitthvað sem hittir í mark

Hvað má kyssa
og knúsa þig fast
Án þess þú kveinkir
þér og kvartir
Litla fjöreggið mitt

Hvað má strjúka þér
og stara á þig lengi
án þess þú verðir
styggur og stúrinn

Litla fjöreggið mitt
Litla fjöreggið mitt

Hvað má lífið greiða
þér þung högg
Án þess þú beygir
Beygir af og brotnir

Hvað má strjúka þér
og stara á þig lengi
Án þess þú verðir
styggur og stúrinn

Litla fjöreggið mitt
Litla fjöreggið mitt

Hvað má lífið greiða
þér þung högg
Án þess þú beygir
Beygir af og brotnir

Robbie minn er líka góður enda heldur hann geðheilsu minni stundum þokkalegri dögum saman og er nokk sama hvaða diskur á í hlut. Experience the divine með Bette Midler er líka góður og hefur verið einhver besta fjárfesting í tónlist til þessa (fyrir utan Robbie auðvitað).
En allavega þá hangi ég upprétt í augnablikinu (reyndar sitjandi) þó reynist rúmið alltaf meira og meira freistandi með mjúku sænginni og myrkrinu sem getur faðmað mig og lokað allt og alla úti...