fimmtudagur, apríl 06, 2006

Háhýsi höfuðborgarinnar...

mætti staðsetja öll við Rauðavatn. Í þeim vil ég hafa allar helstu verslanir og þjónustu sem landsbyggðarfólk þarf að sækja til Reykjavíkur.
Þið sem þekkið mig vitið að mér leiðast verslunarleiðangrar og vill helst gera lista yfir hvað vantar og raða honum svo upp eftir því hvernig ég keyri á milli staða á fljótt og örugglega.
Enívei, ég fór til Reykjavíkur á þriðjudag til að kaupa það sem vantar fyrir ferminguna hjá næst elstu dótturinni. Úff, var komin í fyrstu verslunina kl 9 og auðvitað ekki búin að finna kvittunina sem ég átti að hafa með mér til að geta fengið afhentar vörurnar sem ég pantaði í febrúar. Afgreiðslukonan vorkenndi mér hins vegar þegar ég sagðist hafa gleymt kvittuninni á eldhúsborðinu um morguninn og ætti heima fyrir austan fjall. Gvuuð, ég get ekki sent þig heim eftir henni sagði hún þá og hóf leit í tölvukerfinu til að finna nótuna mína þar.
Svo mátti ég ferðast fram og aftur um höfuðborgina í leit að hlutum því eitthvað hafði starfsfólk hinna ýmsu verslana misskilið mig í símanum, því það var alls ekki til það sem átti að vera til.
Ef ég réði þá væru Blómaval, Húsasmiðjan, Bónus, Bókabúð, Kaffihús, ZikZak, Skór.is, IKEA, Föndra, Prjónabúð og H&M staðsettar við Rauðavatn, þá þyrfti ég ekki að fara inní höfuðborgina nema til að heimsækja ættingja og vini. Best væri að ég fengi nauðsynlegar verslanir austur fyrir fjall! Að vísu eru einhverjar á Selfossi og í Hveragerði en úrvalið er ekki það sama. Ég vill ekki þurfa að versla í Reykjavík!

Bláminn var á undanhaldi en tók smá bakkipp við þessa helv... ferð. En það var æðislegt að fara út í gærmorgun og morgun í sandrokið og ganga um þorpið mitt, ég segi því bara í lokin X-Ölfus!