sunnudagur, apríl 16, 2006

Allt gekk vel...

og fermingarbarnið loksins að koma niður á jörðina. Fannst svo gaman að öllu þessu tilstandi (nema að eiga að tala í veislunni). Súpan tókst rosalega vel, þónokkrir gestanna urðu hissa þegar boðið var uppá íslenska kjötsúpu! En hvað um það allir fóru heim saddir og sælir. Myndlistarsýning fermingarbarnsins vakti mikla athygli og var haft á orði að sölusýning yrði að vera á næstunni... Hárgreiðslan tókst vel hjá okkur Dídí (16 ára vinkona) og kjóllinn sem ég prjónaði var frábær þó ég segi sjálf frá og var flottur við buxurnar sem mamma saumaði... það kom bara rosalega vel út að gera þetta allt sjálf með góðri aðstoð mömmu :=) Veit ekki hvernig ég hefði farið að án hennar!

Nú sitjum við gamla settið heima og pössum litla frænda sem kom með okkur heim úr veislunni. Hann er nú meira krúttið... sefur vært úti í vagni núna meðan aðrir troða sig út af páskaeggjum. Ég held mig þó að mestu við kaffidrykkju til að hanga vakandi, er ekki vön að þurfa að vakna á nóttunni til að gefa pela og fara svo á fætur löngu fyrir hádegi ;=) Kemur sennilega í veg fyrir að maður spái í frekari barneignir enda nóg að eiga fjögur heilbrigð börn...
Spurning samt hvernig kaffidrykkjan og súkkulaðiátið fara í mann, það á víst að örva konur (sjá síðustu færslu)!