föstudagur, apríl 07, 2006

Kaffi örvar konur...

Bandarískir vísindamenn hafa komist að því að kaffibolli getur kveikt í konum. Vísindamennirnir komust að þessari niðurstöðu eftir að hafa framkvæmt tilraun á rottum. Þeim var gefin koffínskammtur og í ljós kom að hann hafði áhrif á þann hluta heilans sem örvar konur kynferðislega. Aldeilis merkileg niðurstaða.
Og hvort sem þetta er satt eða rétt þá gefur rannsóknin vísbendingu um að kaffi sé ekki alslæmt, eins og stundum er reynt að halda fram. Fátt er betra að hefja daginn með en góður kaffibolli - nema kannski kynlíf og það er nú ekki alltaf í boði. Bestur er bollinn með sterku kaffi og heitri mjólk, kaffi latte eins og Ítalir kalla drykkinn.
Las Kaffikella í Birtu...