Allt á fullu...
hjá mér síðustu vikur. Meistaramóti loksins lokið eftir mikinn hasar og fjör síðustu viku, enda er orkan í lágmárki eins og er. Væri til í að sofa lengi, lengi næstu daga. En það er víst ekkert elsku mamma hér... Eða jú reyndar, elsku mamma kom og hjálpaði mér þvílíkt síðustu viku, væri sennilega dauð ef ekki væri fyrir darling múttu sem stóð vaktina með mér. Passaði að ég settist niður annað slagið og borðaði. Reddaði svo matnum með karlinum mínum á lokadegi mótsins þar sem ég endaði sem mótastjóri með öllu tilheyrandi... ótrúlega seig að ná mér í verkefni:=/ Annars hafa allir það fínt. Yngri börnin tvö voru á útivistarnámskeiði hjá skátunum og fóru svo í útilegu að Úlfljótsvatni, þvílíkt stuð og vilja fara aftur. Vilja samt líka fá að vera eitthvað heima hjá sér! Þau neita orðið að fara á fætur nema vera fullviss um að þau þurfi ekki að fara með foreldrunum í bæinn eða eitthvað... Sonurinn er eins og vængbrotinn fugl eftir að besti vinurinn fór af landi brott, rölti framhjá húsinu "hans" um daginn og setti upp sorgarsvip: "mamma, hér er enginn Leifur lengur". Ég var sennilega með sama svip og barnið þegar ég svaraði, nei og engin Ljúfa heldur!
<< Home