þriðjudagur, ágúst 01, 2006

Fyrir Ljúfu mína...

set ég inn uppskriftina sem hún bað mig um. Til hamingju með að allt gengur vel. Þá er það uppskriftin:
4 Kjúklingabringur, 500gr spergilkál, 3 msk majones, 1 dós sveppasúpa(Campell),2 tsk karrý, 1 msk sítrónusafi, 1 tsk kjúklingakraftur,ostur og krydd að vild.
Aðferð:
Kjúklingur settur í eldfast mót, spergilkál skorið niður og dreift yfir. Súpu, majonesi,karrýi, sítrónusafa og kjúlkingakrafti blandað saman (má krydda meira ef vill) og þessu hellt yfir kjúklinginn. Osti dreift yfir og bakað í ofni við 200°C þar til osturinn er orðinn ljósbrúnn.
Borið fram með hrísgrjónum og brauði.

Verði ykkur að góðu í Englandinu!
bestu kveðjur af klakanum þar sem er óþarflega heitt í dag!