Ég var sófakartafla í dag...
bara einn tími í skólanum svo ég nennti ekki. Er því búin að liggja í leti og lesa Tími nornarinnar eftir Árna Þórarinsson, ágætis bók alveg. Heyrði Árna einmitt lesa úr þessari bók fyrir síðustu jól á Ráðhúskaffi og hef verið á leiðinni að lesa hana síðan.
Horfði svo á Match Point á Skjánum, ekki eins góð og ég átti von á, en allt í lagi. Pirraði mig eitthvað leikaravalið í henni.
Kíkti svo á tónlistarsafn heimilisins og dró fram einn gamlan og góðan, White Ladder með David Gray. Ég var búin að gleyma hvað þessi diskur er góður! Þetta er einn af fáum diskum sem er jafngóður frá upphafi til enda. Ekkert lag sem maður fer að hoppa yfir. Fínt að hafa tónlist í eyrunum þegar maður vinnur íslenskuverkefni, enda kláraði ég 8 verkefni á 1/2 klst.
Nú er komið að bókfærslunni þar þarf ég að gera tvö verkefni, sem vonandi taka ekki nema klst. Því ég þarf að gera tvö verkefni í Markaðsfræði og lesa ca 117 bls. Það verður því nóg að gera hjá mér frameftir kvöldi.
Nú er sennilega best að elda einhvern mat svo börnin svelti ekki, koma syninum í rúmið og lesa Börnin í Ólátagarði (4 skipti allavega) fyrir hann, hef áður lesið bókina fyrir systur hans... gaman þegar maður getur lesið sömu bækurnar aftur og aftur með nokkurra ára millibili. Næst lesum við svo Sitji guðs englar að ósk mömmu (ömmu) áður en við förum í leikhúsið. Ég hef lesið þá bók allavega 12 sinnum, mér fannst hún svo æðisleg þegar ég var lítil.
Horfði svo á Match Point á Skjánum, ekki eins góð og ég átti von á, en allt í lagi. Pirraði mig eitthvað leikaravalið í henni.
Kíkti svo á tónlistarsafn heimilisins og dró fram einn gamlan og góðan, White Ladder með David Gray. Ég var búin að gleyma hvað þessi diskur er góður! Þetta er einn af fáum diskum sem er jafngóður frá upphafi til enda. Ekkert lag sem maður fer að hoppa yfir. Fínt að hafa tónlist í eyrunum þegar maður vinnur íslenskuverkefni, enda kláraði ég 8 verkefni á 1/2 klst.
Nú er komið að bókfærslunni þar þarf ég að gera tvö verkefni, sem vonandi taka ekki nema klst. Því ég þarf að gera tvö verkefni í Markaðsfræði og lesa ca 117 bls. Það verður því nóg að gera hjá mér frameftir kvöldi.
Nú er sennilega best að elda einhvern mat svo börnin svelti ekki, koma syninum í rúmið og lesa Börnin í Ólátagarði (4 skipti allavega) fyrir hann, hef áður lesið bókina fyrir systur hans... gaman þegar maður getur lesið sömu bækurnar aftur og aftur með nokkurra ára millibili. Næst lesum við svo Sitji guðs englar að ósk mömmu (ömmu) áður en við förum í leikhúsið. Ég hef lesið þá bók allavega 12 sinnum, mér fannst hún svo æðisleg þegar ég var lítil.
<< Home