miðvikudagur, nóvember 01, 2006

allt í gangi í einu hjá mér...

eins og venjulega. Í viðbót við daglega rútínu þá datt mér í hug um daginn að rífa veggfóðurs-ógeðið af stofunni og viðarþyljurnar af ganginum. Húsið sem sagt fokhelt! Nú er ég á fullu að sparsla og pússa bæði loft og veggi til að geta málað. Þar sem að þetta var ekki nóg fyrir mig þá fékk ég þá hugmynd að skipta um gólfefni í leiðinni,"hvort sem er allt í rúst". Eiginmaðurinn ekki mjög hrifinn af hugmyndinni enda leiðist honum svona stúss. En hann er að fara til Frankfurt á föstudagsmorgun og ég stefni að því að vera búin að mála og parketleggja þegar hann kemur heim á mánudaginn. Ef einhver finnur hjá sér óstjórnlega löngun til að heimsækja mig er hann velkominn (æskilegt að hann hjálpi)
Nú þarf ég víst að snúa mér skólanum því stærðfræðikennarinn er mættur ;=)