laugardagur, september 22, 2007

Sólin mín slösuð...

eftir að hafa dottið úr rólu í skólanum á fimmtudaginn. Hún ætlaði nú ekki að fara til læknis en móðirin neitaði að gefa eftir enda barnið farið að finna verulega til í hálsinum. Við foreldrarnir fórum því með hana á slysó í gærkvöldi. Hún er með hruflað enni, marða upphandleggi og hálsáverka eins og eftir aftanákeyrslu! Doktorinn taldi einnig að hún hefði rotast við höggið. Hún á því að taka því rólega og má ekki fara í íþróttir næstu 3-6 vikurnar á meðan þetta er að jafna sig. Hún lét starfsmann skólans vita hvað gerst hefði og fékk að hringja í pabba sinn - af hverju var ekki farið með hana til læknis? Af hverju hringdi starfsmaður skólans ekki í okkur? Skólafélagi hennar hafði hringt á neyðarlínuna þar sem hann hélt að hún væri með heilahristing - eða allavega mikið slösuð, eru börnin virkilega meðvitaðri um öryggi heldur en fullorðnir?