föstudagur, nóvember 28, 2008

Loksins...

búin aðalfundur í vinnunni, frábært!
Þá er hægt að byrja nýtt starfsár og senda reikninga... ekkert jólafrí komið sko.

"Blúndur og blásýra" í fullum gangi og daglegar æfingar til 13.des. en þá er líka opið hús í nýrri félagsaðstöðu Leikfélags Ölfuss - allir velkomnir.

Aðventutónleikar hjá yngstu dótturinni á sunnudag, svo er laufabrauðsgerð hjá Ellu frænku helgina þar á eftir ásamt jólaskemmtunum ofl hjá börnunum.

Ég hef því tekið eftirfarandi ákvarðanir:
jólahreingerning = framkvæmd í mars - svona rétt fyrir fertugsafmælið hjá karlinum.
smákökubakstur = heimsækja á aðventunni þá sem nenntu að baka.
jólagjafainnkaup= elsta dóttir sá um að mestu, rest kláruð með snilldar hætti.
pakka inn gjöfum= eftir 13.des, mitt uppáhalds jólaverk!
Hitta Hrafnhildi vinkonu yfir kaffibolla = Hrafnhildur tímasetning óskast eftir 13.des.
jólaföndrast= eftir 14.des - meðföndrarar óskast!

Á morgun ætla ég hins vegar að hengja loksins upp málverkin sem ég tók niður þegar ég málaði veggina og skipti út parketi þegar karlinn fór í vinnuferð til Frankfurt (jájá, fyrir tveimur árum eða svo)