miðvikudagur, september 26, 2007

úff, púff...

mér leiðist heimanám... það er svo mikið að gera hjá mér í skólanum að ég má varla vera að því að anda! Sérstaklega núna þessa dagana. Í gær fór ég nefnilega beint í vinnu eftir skóla og var þar til 19.30 þá þurfti ég að hendast í búð og svo keyra heim til að baka rjómatertu, gera brauðtertu og heitan rétt sem unglingurinn átti að hafa með sér í skólann í dag. Þegar því var lokið átti ég eftir að klára verkefni í tölvubókhaldi, klára markaðsfræðiverkefni (fékk góða aðstoð frá karlinum) og gera enskuverkefni sem ég að vísu gerði í baði því ég varð að komast í bað! Það eru bara ekki nógu margar klst í sólarhringnum hjá mér.
Foreldraviðtölin gengu vel í dag enda á ég einstaklega frábær börn! Kaffið á eftir var heldur ekki slæmt enda fullt af góðum kræsingum sem 10.bekkingar höfðu gert (eða sko foreldrarnir).
Ég get varla beðið eftir 5.október...