miðvikudagur, apríl 14, 2010

2010...

ótrúlegt en satt. Ég hef ekki bloggað lengi en er að velta fyrir mér að byrja á því aftur, svona fyrir mig sjálfa. Er búin að sitja í kvöld og lesa gamlar færslur og skemmta mér vel við þann lestur. Ótrúlega gaman að eiga svona "dagbók" hérna.

Ferming yngstu dótturinnar er afstaðin en hún fermdist þann 5. apríl s.l. en þá voru einmitt 23 ár síðan ég fermdist. Þessi elska fermdist meira að segja í sömu fötum og mamman, sem amman saumaði á sínum tíma. Þurfti bara aðeins að laga til og breyta jakkanum (sem var með axlarpúðum eins og rugbykarl).