sunnudagskvöldið var...
notalegt og fór að mestu í að lita og klippa hárið á næst elstu dótturinni. Búið að taka helminginn af hárinu og nóg eftir enn. Hún er rosalega ánægð því nú getur hún hrist hausinn án þess að hafa á tilfinningunni að það sé steinn fastur við hana. Nú er bara fjöður sagði hún. Ég man þegar ég lét klippa svona mikið af hárinu á mér, þvílíkur munur. Hárliturinn er mildur brúnn tónn, engar drastíksar breytingar þar. Hún minnir mig reyndar alltaf meira og meira á litlu stóru systur mína sem er á Bifröst núna.
<< Home