föstudagur, desember 08, 2006

Prófin búin og ég ekki komin í jólagír...

og auglýsi hér með eftir ráðum til að fá jólabakteríuna í gang. Ég er ekki í neinu jólastuði og nenni ekki einu sinni að setja upp seríur.
Síðasta prófið var í bókfærslu og hef ég hingað til tekið próf í henni uppá 10. Hélt að eins yrði núna, en þegar tíminn var að verða búinn og ég ekki búin með prófjöfnuðinn þannig að hann stemmdi varð ég óneitanlega svolítið stressuð! ég hef aldrei fengið prófkvíða og því var þetta svolítið óþægilegt... Allavega tíminn rann út og ég ekki ennþá búið að finna 235.000 sem ég týndi! Ég var ekki til í að skila prófinu fyrr en ég finndi út úr þessu og strokaði allt úr 3 sinnum en allt kom fyrir ekki, 235.000 voru bara ekki að gefa sig fram. Námsráðgjafinn kom og færði okkur nokkrar um stofu (þær með lengdan próftíma, ég fékk að fljóta með) þegar þangað var komið settist ég niður með blaðið mitt og 235.000 blasa við mér... ég var sem sagt búin að vera með reiknivélina ofan á höfðustólnum allan tímann og bara gleymdi honum! djö.... var ég fegin þegar ég fattaði þetta enda að reikna verkefnið í 4 sinn. Já það getur ýmislegt gerst í prófum ! Ég held líka að eiginmaðurinn eigi eftir að skemmta sér yfir þessu lengi, það sem maðurinn hló símann í hádeginu, bölv...stríðnispúkinn.

En nú ætla ég að greiða syninum svo hann komist í afmæli, og svo skelli ég mér aftur í bæinn til að fara með karlinum á jólahlaðborð í Viðey.